Sítrónurnar eru handvaldar í Antonella í Palermo á ítölsku eyjunni Sikiley. Á eyjunni er rík hefð fyrir heimagerðu fersku límonaði og var markmiðið að endurskapa bragðið og stemninguna í kringum það. Mörgum árum var varið í að finna hinar fullkomnu sítrónur og hefur það skilað sér í fyrsta flokks drykk og einu vinsælasta límonaði á markaði í dag. Drykkurinn er lífrænn og bragðbættur með Madagascar vanillu, mælt er með því að bera hann fram ískaldan.
- Áfengislaus (0,0%)
- Glútenfrír
- Lífrænn
- 32 kcal / 100 ml
- Sykur (7,9 g / 100 ml)
Drykkurinn hefur unnið til verðlauna m.a.:
Great Taste Awards 2013, 2016, 2017, 2018 og 2021
Taste of the West Gold 2019
The British Bottlers Institute Gold 2011, 2012, 2013 og 2014
Það er fullkomlega öruggt að njóta drykkjarins á meðgöngu sem og fyrir þau sem aðhyllast áfengislausan lífsstíl.