icon

Rumish

2.254 kr

Rumish óáfengt 350 ml

Einn mest verðlaunaði áfengislausi „spírinn“ á markaðnum í dag.

Rumish er hin fullkomna staðkvæmdarvara þegar þig langar í drykk en langar að sleppa við alkóhólið. Í þessum drykk færðu bragðið sem er ótrúlega líkt krydduðu rommi og mælt er með að blanda í kokteila eins og Mojito eða Moscow Mule.

  • Áfengislaus (<0,5%)
  • Sykurlaus
  • Mjög fáar kaloríur (6 kcal / 100ml)
  • Vegan
  • Náttúruleg hráefni
  • Unnið fjölda verðlauna

Verðlaun

  • Gold star winner 2020 (International Taste Institute)
  • Gold medal winner 2019 (International Food Contest)
  • Best New Product 2018 (Natural & Organic Scandinavia)

Hvernig er varan gerð?

Rumish er búið til úr náttúrulegum efnum eins og vanillu frá Madagascar, múskati og bökuðum eplum. Til að fá þetta góða kryddaða rommbragð þá er drykkurinn búinn til eins og klassískt romm og til að ná þessu keimleika bragði líkt og áfengið gefur þá er bætt við smá hita frá chili fræjum.

Af hverju <0.5% alkóhól?

Ferlið við að ná fullkomnu bragði úr þessum hráefnum krefst þess stundum að hafa ögn af áfengi í drykknum. Þess vegna er Rumish mældur með <0.5% alkóhól. Til viðmiðunar þá er appelsínusafi oft með 0,3%-0,4% alkóhól.

Það er fullkomlega öruggt að njóta drykksins á meðgöngu sem og fyrir þau sem aðhyllast áfengislausan lífsstíl.