Moomin glerbolli – Moominmamma
Krúttlegur grár Moominmamma glerbolli frá Muurla sem gleður augað og setur skemmtilegan svip á hversdagslegar kaffistundir. Bollinn er úr hágæða bórsílíkatgleri sem er bæði létt og einstaklega endingargott.
Bórsílíkatgler er þekkt fyrir að þola miklar hitabreytingar og hentar því jafnt fyrir ískalda sem sjóðheita drykki. Gegnsæ hönnunin undirstrikar fallegt form bollans og gerir hann bæði praktískan og stílhreinan.
Rúmmál: 3,5 dl
Má fara í uppþvottavél






