35.990 kr

Ró – Strigamynd 50x70 cm

Falleg og áhrifarík mynd af auga íslenska hestsins, þar sem dýpt og mýkt augnaráðsins fangar hjarta hvers manns. Myndin nær að miðla styrk, ró og tengingu manns og dýrs á áhrifaríkan hátt. 

Þetta verk er prentað á hágæða striga í stærðinni 50x70 cm, tilbúið til að setja upp á vegg. Myndin hentar fullkomlega í hvaða rými sem er – hvort sem það er heimili, hesthús, skrifstofa eða gjöf fyrir hestamanninn.

Tímalaus og látlaus, en um leið áhrifarík mynd sem fær áhorfandann til að staldra við.

Íslensk hönnun og framleiðsla

(Ath. strigamyndin kemur án lógo)