Eitt stærsta hverfið í Reykjavík. Falleg sjávarsíða og mikil nánd við náttúruna. Grafarvogskirkja skartar sínu fegursta við voginn og Korpúlfsstaðir blasa við. Í Grafarvogi er allt til alls. Egilshöll, Spöngin og síðast en alls ekki síst, Bláa sjoppan!
Bærinn minn er veggspjalda sería sem hefur það að markmiði að fanga anda hvers staðar á skemmtilegan og rómantískan hátt, með myndskreytingum af helstu kennileitum sem saman mynda fallega heildarmynd. Veggspjaldið sómar sér vel á heimilum bæjarbúa en er ekki síður frábær tækifærisgjöf fyrir brottflutta sem vilja minnast heimahaganna.
Athugið að veggspjaldið er án ramma.
Hægt að velja um stærð A4(21x30cm) eða 30x40cm.
Prentað á hágæða Canon ljósmyndapappír.
HN Gallery er íslenskt hönnunar fyrirtæki sem leggur mikla vinnu í hönnun og framleiðslu á vörum sem eru einstakar fyrir fyrirtækið og viðskiptvini þess, einnig erum við í samstarfi með yfir 22 íslenskum fyrirtækjum. Það er okkar markmið að framleiða og bjóða fram gæðavöru sem nýtist vel og hlýjar viðskiptavinum okkar á köldum dögum.