Vestmannaeyjar, þar sem hjartað slær!
Eyjan fagra og græna sem margir telja best geymda leyndarmál Íslands. Umfangsmikið eldgosasvæði sem býr yfir ótrúlegri náttúrufegurð og stærstu lundabyggð í heimi! Heimaey, Helgafell og Eldfell; Heimaklettur, Fílasteinninn heimsfrægi og Landakirkjan; Skansinn, Stafkirkja og Landlist; Herjólfur, blysin og hvítu tjöldin í Dalnum – þar sem lífið er yndislegt!
Bærinn minn er veggspjalda sería sem hefur það að markmiði að fanga anda hvers staðar á skemmtilegan og rómantískan hátt, með myndskreytingum af helstu kennileitum sem saman mynda fallega heildarmynd. Veggspjaldið sómar sér vel á heimilum bæjarbúa en er ekki síður frábær tækifærisgjöf fyrir brottflutta sem vilja minnast heimahaganna.
HN Gallery er íslenskt hönnunar fyrirtæki sem leggur mikla vinnu í hönnun og framleiðslu á vörum sem eru einstakar fyrir fyrirtækið og viðskiptvini þess, einnig erum við í samstarfi með yfir 22 íslenskum fyrirtækjum. Það er okkar markmið að framleiða og bjóða fram gæðavöru sem nýtist vel og hlýjar viðskiptavinum okkar á köldum dögum.