BIRNA - Íslensk lopapeysa

23.379 kr

Stærð

Létt, þægileg og einstaklega klæðileg handprjónuð lopapeysa úr íslenskum plötulopa.

Við hönnun peysunar var aðal markmiðið að hanna stílhreina og fínlega peysu sem myndi passa við sem flest tilefni, þannig að hún myndi nýtist sem best allt árið um kring. Peysan er flott við gallabuxur hversdags, það er hægt að klæða hana upp ef þannig er tilefnið, hún er frábær í göngutúrinn eða fjallgönguna ein og sér eða innan undir því hún er létt og lipur, hún smellpassar í réttirnar, í útileguna og myndi ýta undir stemmninguna á útihátíðinni.

Íslensk hönnun og framleiðsla

*Lopapeysurnar eru hannaðar af mér og handprjónaðar á Íslandi af mér og prjónurum HN Gallery. Ég nota plötulopann í peysurnar mínar, því mér sjálfri finnst hann léttari og þægilegri. Ég vil hafa peysurnar þannig að ég geti hreyft mig auðveldlega og geti verið í þeim líka innan undir jakka ef það er mjög kalt úti. Ég er búin að nota mínar lopapeysur mikið og ég er stolt og ánægð með þær...og ég vona að þið verðið það líka! 

...og þær heita eftir konunni sem er mér svo kær - elsku Mömmu.

- Heiðrún N.