MOLD

6.371 kr

Vönduð handprjónuð kaðlahúfa úr mjúkri alpakka ull og silki mohair þræði. Húfan er hlý, mjúk og heldur sér vel. Hún er með ekta dúsk sem hægt er að smella af og þá er hægt að þvo húfuna á ullarþvotti í þvottavél.

Engin húfa er með eins dúsk því hver og einn dúskur er einstakur.

Íslensk hönnun og framleiðsla.

 

*Þegar að ég var að hanna kaðlahúfurnar þá fannst mér mjög mikilvægt að huga að því að þær væru hlýjar, mjúkar og góðar. Að sniðið á húfunni væri þannig að það myndi henta á allan hátt, svo öllum liði vel með hana. Mér fannst einnig mjög mikilvægt að húfan færi ekki upp fyrir eyru svo ég passaði vel uppá það. Ég vel aðeins gæða garn svo það heldur sér vel og þannig húfan einnig svo að hún nýtist vel og lengi. Húfurnar eru handprjónaðar á Íslandi af mér og prjónurum HN Gallery svo mér fannst tilvalið að þær fengju allar íslensk nöfn sem myndu tengjast íslenskri náttúru.
- Heiðrún N.