Ungbarnasett - Blóðberg

6.371 kr

Yndislega mjúkt og gott ungbarnagjafasett sem samanstendur af húfu og vettlingum. Settið er handprjónað úr merino ull og mohair þræði. Snið húfunnar er einstaklega gott, svo hún situr vel á höfði barnsins og vettlingarnir eru uppháir svo þeir detta ekki auðveldlega af litlum höndum.

Íslensk hönnun og framleiðsla.

Settið afhendist í fallegri gjafaöskju sem er einnig íslensk framleiðsla.

Vönduð gjöf sem gaman er að gefa.

 

*Þegar að ég var að hanna kaðlahúfurnar þá fannst mér mjög mikilvægt að huga að því að þær væru hlýjar, mjúkar og góðar. Að sniðið á húfunni væri þannig að það myndi henta barninu á allan hátt, svo barninu liði vel með hana. Jafnframt að húfan færi ekki ofan í augu eða það myndi blása í lítil eyru, var mér mjög mikilvægt. Sama með vettlingana, mér fannst mikilvægt að hafa þá háa upp svo að þeir myndu ekki detta auðveldlega af litlum höndum og vettlingarnir fari vel innanundir eða yfir ermarnar á peysunni svo að barninu verði ekki kalt. Ég vel aðeins gæða garn svo það heldur sér vel, þannig að húfan og vettlingarnir nýtast vel og lengi. Settin eru handprjónuð á Íslandi af mér svo mér fannst tilvalið að settin fengju öll íslensk nöfn sem myndu tengjast íslenskri náttúru. Það er líka gaman að segja frá því að ég styrki íslenska framleiðslu og kaupi öskjurnar sem settin eru seld í hérna á Íslandi svo þetta er tilvalin íslensk hlý gjöf til að gefa litlu kríli og styrkja þar með í leiðinni íslenska hönnun og framleiðslu!
- Heiðrún N.